Fara í efni

Það er mikill metnaður hjá okkur að bjóða uppá aðeins það besta

 

Við Ragnar og Ólöf eigum og rekum FISK kompaní og höfum við gert það frá árinu 2013 og vorum við strax tekin opnum örmum af Akureyringum og nærsveitungum.

Við höfum bara vaxið og dafnað vel og er það fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum okkar og starfsfólki sem er ómissandi í svona rekstri.

Enginn milligönguaðili tryggir gæðin

Fisk Kompaní verslar allan fisk af fiskmörkuðum íslands daglega, handflökum og snyrtum sjálf allt okkar hráefni sem tryggir bestu, ferskustu gæði og ánægðari viðskiptavini.

Beint frá hafi

Græjað á staðnum

Tryggð gæði